Algengar spurningar
Við gerum okkar besta til að hjálpa!
1 | Hversu stóran fugl þarf ég? |
Algeng spurningHversu stóran fugl þarf ég?Kalkúnar eru vinsælir á veisluborðum hér á landi og henta mjög vel þar sem margir eru í mat. Kalkúnar frá Reykjabúinu fást á bilinu frá 3 upp í rúmlega 12 kg, en algengasta stærðin er þó um 5-6 kg. Einn vænn kalkúnn getur dugað fyrir allt að 20-24 manns. Ef miðað er við heilan fugl má áætla að hvert kg nægi fyrir a.m.k. tvo til þrjá fullorðna einstaklinga. Margir vilja þó hafa ríflegt af kalkún til þess að eiga afganga í máltíð daginn eftir. Kalkúnn hefur þá sérstöðu að vera mjög kjötmikill og hlutfall beina á móti kjöti er frekar lágt.
|
2 | Hvernig á að skera kalkún? |
Algeng spurningHvernig á að skera kalkún?Það er glæsilegt að bera fuglinn fram í heilu lagi. Úlfar Finnbjörnsson sýnir hér góða aðferð við að skera kalkún. 1. Fuglinn heilsteiktur og tilbúinn. Nú þarf að sýna öllum fallega fuglinn áður en hann er skorinn. 2. Skerið haminn í sundur á milli læris og bringu. 3. Skerið lærið frá á milli liða. 4. Endurtakið hinum megin. 5. Skerið þétt upp við bringubeinið og niður að væng. 6. Skerið bringuna frá við væng. 7. Endurtakið hinum megin. 8. Skerið bringur í ½ cm þykkar sneiðar. 9. Skerið læri frá leggjum á milli liða. 10. Skerið kjötið af lærbeinunum. 11. Skerið kjötið af lærunum í sneiðar. 12. Kjötið skorið og klárt til þess að bera fram.
|
3 | Hvernig á að grilla heilan kalkún? |
Algeng spurningHvernig á að grilla heilan kalkún?Heilgrillaður kalkúnn fyrir 8-9 manns
1. Takið innmatinn úr fuglinum. Þerrið fuglinn að innan og utan með eldhúspappír. Skemmtileg tilbreyting er að bera fuglinn fram með indversku meðlæti.
|
4 | Hvernig er best að fylla kalkún? |
Algeng spurningHvernig er best að fylla kalkún?Eitt af því sem gerir matreiðslu á kalkún skemmtilega er að hægt er að fylla hann á fjölbreyttan hátt. Fyllingu má útbúa daginn áður og geyma í kæli – og einnig er hægt að útbúa sumar tegundir fyllinga ennþá fyrr og geyma í frysti. Gott er að útbúa ríflegan skammt af fyllingu og baka það sem ekki fer inn í fuglinn í ofnföstu formi í 40-50 mín. og bera síðan fram ásamt öðru meðlæti. Áður en fuglinn er fylltur þarf að hreinsa hann, þerra og nudda með hálfri sítrónu að utan og innan. Margir setja hluta af fyllingu undir hálsaskinnið að framan og sauma fyrir gatið eða loka því með tannstönglum eða steikarprjónum. Síðan er kalkúnninn fylltur. Best er að sauma fyrir en einnig er hægt að hnoða saman álpappír og setja í opið. Hafa skal hugfast að flestar fyllingar bólgna út við steikingu, og því má ekki troðfylla fuglinn. Einnig þarf að hafa í huga að fyllingin lengir steikingartímann. Að lokum er fuglinn nuddaður með salti og pipar og smjörklípur settar á hann hér og þar. Meistarakokkurinn Úlfar Finnbjörnsson útskýrir hér í máli og myndum hvernig hann fyllir kalkún. Karl Petersen ljósmyndari á heiðurinn af myndunum, sem eru úr Stóru alifuglabókinni. 1. Takið pokann með innmatnum og hálsinum innan úr fuglinum og notið í soð (sjá bls. 222-3), ásamt vængendunum. Nú má leggja fuglinn í kryddpækil. 2. Skerið vængendana af við 2. liðamót. 3. Þerrið fuglinn vel að innan og utan. 4. Smeygið hendinni varlega á milli bringunnar og hamsins. 5. Losið haminn frá alveg að hálsi, vængjum og lærum. 6. Sprautið kryddsmjöri undir haminn. 7. Jafnið smjörið vel. 8. Setjið fyllinguna inn í fuglinn. 9. Bindið leggina saman með seglgarni. 10. Penslið fuglinn með smjöri. 11. Stráið salti og pipar yfir. Nú er fuglinn tilbúinn fyrir eldamennsku.
|
5 | Hversu lengi þarf að elda heilan kalkún? |
Algeng spurningHversu lengi þarf að elda heilan kalkún?Líkt og með annað kjöt er steikingartími kalkúns oft miðaður við ákveðinn mínútufjölda á hvert kg og er miðað við 40-45 mín. á hvert kg við 150°C fyrir meðalstóran fylltan kalkún. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar: · Eftir því sem kalkúnninn er þyngri getur þurft styttri steikingartíma á hvert kg; 30 mín./kg. · Ef fuglinn hefur legið í pækli getur það líka skilað sér í styttri steikingartíma. · Ef kalkúnninn er yfir 7 kg að þyngd er hægt að miða við u.þ.b. 30 mín. á hvert kg. · Ef kalkúnninn er ferskur þarf hann styttri steikingartíma. Steikja skal ófylltan kalkún eins og fylltan. Athugið þó að steikingartíminn er styttri en á fylltum kalkún. Miða skal við að steikja ófylltan kalkún við 150°C í 30 mín. fyrir hvert kg, eða þar til kjarnhiti í bringu er 71°C. Erfitt er að ráðleggja steikingartíma þar sem reynslan hefur sýnt að mikill munur er á ofnum og oft munar tugum gráða á sömu tegundum ofna. Taka skal mið af því þegar fuglinn er steiktur og varast að steikja hann of lengi. Best er að elda kalkúninn í lokuðum ofnpotti eða á grind í ofnskúffu og breiða þá yfir hann álpappír. ATH. Við mælum eindregið með notkun kjöthitamælis þegar kalkúnn er steiktur. Góð regla er að stinga mælinum í bringuna og ef vökvinn sem rennur úr er glær er fuglinn tilbúinn. Gæta skal þess að mælirinn snerti ekki bein. Kalkúnninn er tilbúinn þegar kjöthitastig nær 71°C. Ef þurfa þykir er tekið ofan af fuglinum og hann brúnaður við 200-250°C þegar 15-20 mín. eru eftir af áætluðum steikingartíma. Sumir telja réttara að brúna fuglinn áður en hann er steiktur til að loka honum og halda vökvanum í kjötinu. Nauðsynlegt er að ausa yfir fuglinn nokkrum sinnum þegar líða fer á steikingartímann. Ef fuglinn er fullsteiktur fyrir áætlaðan tíma skal taka hann úr ofninum og vefja stykki utan um steikarílátið en ekki geyma fuglinn inni í ofninum.
|
6 | Hvað merkir stimpillinn Græna línan? |
Algeng spurningHvað merkir stimpillinn Græna línan?Græna línan er sérstök vörulína frá Reykjabúinu, sem er hreint kjöt án allra íblöndunarefna. Neytandinn getur treyst því að þessar vörur innihaldi ekki rotvarnarefni, viðbættan sykur, salt eða viðbættan vökva.
|
7 | Hvað merkir að kjöt sé án aukaefna? |
Algeng spurningHvað merkir að kjöt sé án aukaefna?Við leggjum sérstaka áherslu á vörulínu sem er hreint kjöt án allra íblöndunarefna. Þessar vörur eru sérmerktar Græna línan. Neytandinn getur treyst því að þessar vörur innihaldi ekki rotvarnarefni, viðbættan sykur, salt eða viðbættan vökva. Við finnum fyrir því að ört vaxandi hópur viðskiptavina leitar uppi slíkar vörur og Græna línan kemur til móts við þann hóp. Reykta kjötið okkar hefur vakið athygli fyrir það að engu aukavatni er sprautað í kjötið og sjávarsalt er notað í stað nítrítsalts. Í heimasölunni seljum við einnig stóra frosna heila kjúklinga frá Ísfugli, sem eru safaríkir og án allra aukaefna. Stefna okkar er að auka enn frekar vöruúrval í heimasölu og hafa hollustuna í fyrirrúmi.
|