Kalkúnn cordon bleu

Magn Hráefni
4 stk. kalkúnasnitsel, u.þ.b. 150 g hvert
4skinkusneiðar
100 g kastalaostur, skorinn í 4 bita
1egg
1 dlmjólk
1 dlhveiti
2 dlrasp
salt og pipar eftir smekk
Magn Hráefni
4 stk. kalkúnasnitsel, u.þ.b. 150 g hvert
4skinkusneiðar
100 g kastalaostur, skorinn í 4 bita
1egg
1 dlmjólk
1 dlhveiti
2 dlrasp
salt og pipar eftir smekk
Aðferð
1 Skref
Leggið skinkusneiðarnar á kalkúnasnitselið, síðan ostinn á skinkuna og brjótið sneiðarnar saman.
2 Skref
Setjið hveitið á disk ásamt kryddi.
3 Skref
Þeytið egg og mjólk saman í skál og setjið raspið á annan disk.
4 Skref
Veltið kjötinu fyrst upp úr hveiti, síðan eggjablöndunni og síðast raspinu. Gott er að velta því svo aftur upp úr eggjablöndunni og raspi.
5 Skref
Pönnusteikið í olíu á meðalheitri pönnu þangað til raspið fær fallegan lit eða í u.þ.b. 1-2 mín. á hvorri hlið.
6 Skref
Setjið sneiðarnar síðan í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 5 mín.
7 Skref
Borið fram með pönnusteiktum kartöflur og blönduðu grænmeti. Rétturinn einn og sér er það góður að sósa er ekki nauðsynleg.