Kalkúnabeikonvefja – með austrænu tvisti

Magn Hráefni
1mjúk tortilla, hituð á pönnu
3sneiðar kalkúnabeikon, steiktar
1/2avókadó í þykkum sneiðum
3egg
1vorlaukur, sneiddur þunnt
2sneiðar samlokuostur
salt og pipar
Sriracha majónes
Magn Hráefni
1mjúk tortilla, hituð á pönnu
3sneiðar kalkúnabeikon, steiktar
1/2avókadó í þykkum sneiðum
3egg
1vorlaukur, sneiddur þunnt
2sneiðar samlokuostur
salt og pipar
Sriracha majónes
Aðferð
1 Skref
Hitið tortilluna á þurri pönnu og haldið heitri.
2 Skref
Steikið beikonið og haldið heitu.
3 Skref
Þeytið nú eggin saman í skál og bætið vorlauk við, ásamt salti og pipar. Hellið á litla pönnu við meðalhita og setjið ostinn í miðjuna. Þegar eggjakakan er farin að steikjast er hún brotin tvisvar innávið, yfir ostinn, og steikt stuttlega í viðbót.
4 Skref
Sprautið Sriracha majónesi yfir tortilluna og rennið eggjakökunni inn á hana miðja.
5 Skref
Bætið við beikoni og raðið avókadó meðfram. Rúllið þétt og pakkið í smjörpappír.