Spergilkál og blómkál bakað í ofni

Magn Hráefni
500 gspergilkál
1 blómkálshöfuð, meðalstórt
100 gsmjör
2 laukar, smátt saxaðir
2 msk.hveiti
2 msk.púðursykur
1 tsk.sinnepsduft
1 1/2 bolli mjólk
1 bolli sýrður rjómi
2 msk. söxuð steinselja
Magn Hráefni
500 gspergilkál
1 blómkálshöfuð, meðalstórt
100 gsmjör
2 laukar, smátt saxaðir
2 msk.hveiti
2 msk.púðursykur
1 tsk.sinnepsduft
1 1/2 bolli mjólk
1 bolli sýrður rjómi
2 msk. söxuð steinselja
Aðferð
1 Skref
Skerið kálið í litla vendi og sjóðið í potti í léttsöltu vatni eða í örbylgjuofni án vatns þar til það fer að mýkjast. Ekki ofsjóða, þá fer allt í mauk.
2 Skref
Látið vatnið renna vel af og haldið heitu á meðan sósan er útbúin.
3 Skref
Bræðið smjörið í potti, setjið laukinn út í og hrærið þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
4 Skref
Stráið hveitinu yfir ásamt púðursykrinum og sinnepsduftinu. Látið krauma í 1 mín.
5 Skref
Hellið mjólkinni og sýrða rjómanum smátt og smátt út í og hrærið vel á milli eins og þegar búinn er til jafningur.
6 Skref
Hrærið vel og látið sósuna krauma í 2-3 mín.
7 Skref
Hellið sósunni yfir grænmetið og stráið steinseljunni yfir.
8 Skref
Berið fram heitt.