Reyktir kalkúnabitar með sesamfræjum og bbq-sósu

Magn Hráefni
8 stk. reyktir kalkúnaleggir eða upplæri
vatn, þannig að fljóti yfir bitana
2 dl BBQ-sósa
1/2 dl sesamfræ
Magn Hráefni
8 stk. reyktir kalkúnaleggir eða upplæri
vatn, þannig að fljóti yfir bitana
2 dl BBQ-sósa
1/2 dl sesamfræ
Aðferð
1 Skref
Sjóðið bitana í potti með loki við vægan hita í u.þ.b. 30 mín.
2 Skref
Takið þá bitana úr pottinum og veltið þeim upp úr BBQ-sósunni, stráið sesamfræjunum yfir bitana og bakið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 10 mín. eða þangað til þeir verða fallegir á litinn og vel heitir.
3 Skref
Berið fram með hrísgrjónum, blönduðu grænmeti og salati.
4 Skref
Athugið að í stað reyktra bita má nota ferska en þá eru þeir steiktir í ofni í u.þ.b. 60 mín. við 170°C og síðan penslaðir með BBQ-sósu og sesamfræjum og bakaðir í u.þ.b. 10 mín.