Kryddleginn kalkúnn með fennelfyllingu að hætti Úlfars

Magn Hráefni
Kryddlögur
um 5 kgheill kalkúnn
1 msk. nýmalaður pipar
3,5 l grænmetissoð eða vatn og grænmetisteningur
3 dl Maldon-salt
1 msk.rósmarínnálar
1 msk.salvía
1 msk.timían
3 1/2 dlsalt
3 dlsykur
3 1/2 lklakavatn
Fennelfylling
2 msk.olía
1 fennel, smátt söxuð
1 tsk.fennelfræ
1 laukur, smátt saxaður
1 stór pera, skræld, steinhreinsuð og skorin í litla bita
1/3 brauð, skorpulaust og skorið í litla bita
2egg
salt
nýmalaður pipar
fínt rifinn börkur af einni sítrónu
safi úr einni sítrónu
Fennel- og kryddjurtasósa
1 laukur, smátt saxaður
2 msk.olía
1/2 fennel, smátt saxað
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 tsk.rósmarínnálar
1 tsk.salvía
1 msk.timían
2 1/2 dl hvítvín eða mysa
4 dl kalkúnasoð eða vatn og kalkúnakraftur
1 1/2 dlrjómi
sósujafnari
salt og nýmalaður pipar
Magn Hráefni
Kryddlögur
um 5 kgheill kalkúnn
1 msk. nýmalaður pipar
3,5 l grænmetissoð eða vatn og grænmetisteningur
3 dl Maldon-salt
1 msk.rósmarínnálar
1 msk.salvía
1 msk.timían
3 1/2 dlsalt
3 dlsykur
3 1/2 lklakavatn
Fennelfylling
2 msk.olía
1 fennel, smátt söxuð
1 tsk.fennelfræ
1 laukur, smátt saxaður
1 stór pera, skræld, steinhreinsuð og skorin í litla bita
1/3 brauð, skorpulaust og skorið í litla bita
2egg
salt
nýmalaður pipar
fínt rifinn börkur af einni sítrónu
safi úr einni sítrónu
Fennel- og kryddjurtasósa
1 laukur, smátt saxaður
2 msk.olía
1/2 fennel, smátt saxað
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 tsk.rósmarínnálar
1 tsk.salvía
1 msk.timían
2 1/2 dl hvítvín eða mysa
4 dl kalkúnasoð eða vatn og kalkúnakraftur
1 1/2 dlrjómi
sósujafnari
salt og nýmalaður pipar
Aðferð
1 Skref
Kryddlögurinn: Setjið allt nema klakavatn og kalkún í pott og sjóðið í 5 mín. Hellið leginum í fötu og bætið klakavatninu saman við. Þegar lögurinn er orðinn kaldur, takið þá innyflin úr fuglinum og setjið hann í kryddlöginn. Geymið í kæli yfir nótt. Takið kalkúninn upp úr daginn eftir og þerrið hann að innan sem utan. Látið hann í ofnskúffu. Setjið fyllinguna inn í fuglinn. Setjið fuglinn inn í 190°C heitan ofn og steikið í 15 mín. eða þar til hann er orðinn fallega brúnn. Lækkið þá hitann í 150°C og steikið áfram í 45 mín. fyrir hvert kg eða þar til kjarnhiti nær 70°C.
2 Skref
Fyllingin: Látið fennel, fennelfræ og lauk krauma í olíu á pönnu í 3 mín. án þess að brúnast, kælið. Setjið í skál ásamt öllu öðru sem er í fyllingunni og blandið vel saman. Fyllinguna má útbúa daginn áður og geyma í kæli.
3 Skref
Sósan: Hitið olíu í potti og látið lauk og fennel krauma í 2 mín. Bætið hvítlauk, rósmaríni, salvíu og timíani í pottinn og látið krauma í 1 mín. til viðbótar. Hellið hvítvíni út í og sjóðið niður um 3/4. Hellið kalkúnasoði í pottinn ásamt rjóma og þykkið með sósujafnara. Bragðbætið með salti og pipar.