Kalkúna-confit í brauði með rauðlaukssultu og salati (úr Stóru Alifuglabókinni eftir Úlfar Finnbjörnsson)

Magn Hráefni
600 gkalkúnalæri
1 kg gróft salt
½ l anda- eða gæsafita eða ólífuolía
2 lítilsalvíublöð
1rósmaríngrein
2lárviðarlauf
2hvítlauksgeirar
salt og nýmalaður pipar
1 ½snittubrauð
smjör
8 beikonsneiðar, harðsteiktar
salat
rauðlaukssulta
Magn Hráefni
600 gkalkúnalæri
1 kg gróft salt
½ l anda- eða gæsafita eða ólífuolía
2 lítilsalvíublöð
1rósmaríngrein
2lárviðarlauf
2hvítlauksgeirar
salt og nýmalaður pipar
1 ½snittubrauð
smjör
8 beikonsneiðar, harðsteiktar
salat
rauðlaukssulta
Aðferð
1 Skref
Stráið helmingnum af saltinu á bakka og leggið kalkúnalærin ofan á. Stráið restinni af saltinu yfir og geymið við stofuhita í 1 ½ klst.
2 Skref
Skolið þá lærin undir köldu, rennandi vatni, þerrið og setjið í eldfast mót.
3 Skref
Hellið anda- eða gæsafitu yfir lærin svo vel fljóti yfir og setjið salvíublöð, rósmaríngrein, lárviðarlauf og hvítlauksgeira út í. (Anda- eða gæsafitu má endurnýta 3-4 sinnum ef hún er síuð og geymd í frysti á milli.)
4 Skref
Breiðið álpappír eða lok yfir mótið og bakið lærin í 95°C heitum ofni í 4-5 klst. eða þar til kjötið er orðið vel laust frá beinunum.
5 Skref
Takið lærin upp úr fitunni og látið hana drjúpa vel af þeim. Losið haminn af lærunum og takið kjötið af beinunum.
6 Skref
Rífið kjötið í skál og bragðbætið með salti og pipar.
7 Skref
Skerið snittubrauð til helminga eftir endilöngu og smyrjið með smjöri.
8 Skref
Raðið beikonsneiðum, salati og kalkúnakjöti ofan á neðra brauðið og toppið með rauðlaukssultu. Leggið efra brauðið ofan á og berið fram.