Hvítvínssoðnir kalkúnaleggir með kryddjurtasósu og sætkartöflumús (úr Stóru Alifuglabókinni eftir Úlfar Finnbjörnsson)

Magn Hráefni
1,5 kg ferskir kalkúnaleggir, u.þ.b. 12 stk.
salt og nýmalaður pipar
4 msk.olía
1 laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 tsk.rósmarín
1lárviðarlauf
2 1/2 dl hvítvín eða vatn
2-3 dl kalkúnasoð eða vatn og kalkúnakraftur
3 msk. steinselja, smátt söxuð
3 msk. fáfnisgras (esdragon), smátt saxað
sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
Sætkartöflumús
600 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í 2×2 cm teninga
1 msk. engiferrót, smátt söxuð
1 tsk.kóríanderfræ
1 tsk.hunang
1/2 tsk.sykur
1/4 tsk.pipar
appelsínusafi
1/2 mangó, skrælt og skorið í teninga
Magn Hráefni
1,5 kg ferskir kalkúnaleggir, u.þ.b. 12 stk.
salt og nýmalaður pipar
4 msk.olía
1 laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 tsk.rósmarín
1lárviðarlauf
2 1/2 dl hvítvín eða vatn
2-3 dl kalkúnasoð eða vatn og kalkúnakraftur
3 msk. steinselja, smátt söxuð
3 msk. fáfnisgras (esdragon), smátt saxað
sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
Sætkartöflumús
600 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í 2×2 cm teninga
1 msk. engiferrót, smátt söxuð
1 tsk.kóríanderfræ
1 tsk.hunang
1/2 tsk.sykur
1/4 tsk.pipar
appelsínusafi
1/2 mangó, skrælt og skorið í teninga
Aðferð
1 Skref
Leggirnir: Stráið salti og pipar yfir kalkúnaleggina og steikið þá upp úr olíu á pönnu í 5-6 mín. eða þar til þeir eru orðnir fallega brúnaðir á öllum hliðum.
2 Skref
Bætið lauk á pönnuna og steikið í 2 mín. til viðbótar.
3 Skref
Setjið leggina og laukinn í ofnskúffu ásamt hvítlauk, rósmaríni, lárviðarlaufi og hvítvíni og bakið í 160°C heitum ofni í 1 ½ klst. Snúið leggjunum einu sinni á meðan þeir eru í ofninum.
4 Skref
Sigtið allan vökva úr ofnskúffunni í pott og bætið kalkúnasoði, steinselju og fáfnisgrasi saman við. Hleypið upp suðu og þykkið með sósujafnara.
5 Skref
Takið pottinn af hellunni og hrærið smjör saman við þar til það er bráðið. Eftir það má sósan ekki sjóða.
6 Skref
Smakkið til með salti og pipar.
7 Skref
Berið leggina fram með sósunni og sætkartöflumús og til dæmis soðnum maís.
8 Skref
Sætkartöflumúsin: Setjið kartöflur, engifer, kóríanderfræ, hunang, sykur og pipar í pott og hellið appelsínusafa út í svo fljóti yfir.
9 Skref
Hleypið suðunni upp og látið malla í um það bil 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mauksoðnar.
10 Skref
Sigtið þá appelsínusafann frá og grófstappið kartöflurnar.
11 Skref
Blandið að síðustu mangóbitum saman við. Músin geymist í kæli í allt að 5 daga.