Hunangsgljáð kalkúnabringa með sesamfræjum

Magn Hráefni
1 kgkalkúnabringa
2 msk.smjör
1 tsk.salt
nýmalaður pipar
2 dlhvítvín
1 dl kjúklingasoð (vatn + teningar)
2 msk.sesamfræ
Hunangsglassúr
1/2 dl fljótandi hunang
1/2 dlsojasósa
1hvítlauksrif
Appelsínusósa
2skalottuaukar
1 msk.smjör
2 dl vökvi (soð + hvítvín)
1 tsk. hakkaður chili-pipar
safi úr tveimur appelsínum (2 dl)
2 dl sýrður rjómi
smávegis af rifnum appelsínuberki
1/2 tsk.salt
nýmalaður pipar
Magn Hráefni
1 kgkalkúnabringa
2 msk.smjör
1 tsk.salt
nýmalaður pipar
2 dlhvítvín
1 dl kjúklingasoð (vatn + teningar)
2 msk.sesamfræ
Hunangsglassúr
1/2 dl fljótandi hunang
1/2 dlsojasósa
1hvítlauksrif
Appelsínusósa
2skalottuaukar
1 msk.smjör
2 dl vökvi (soð + hvítvín)
1 tsk. hakkaður chili-pipar
safi úr tveimur appelsínum (2 dl)
2 dl sýrður rjómi
smávegis af rifnum appelsínuberki
1/2 tsk.salt
nýmalaður pipar
Aðferð
1 Skref
Kryddið kalkúnabringuna, steikið á báðum hliðum í smjöri og leggið því næst í eldfast mót.
2 Skref
Hellið víni og soði yfir og steikið í ofni við 150°C í 50-60 mín., eða þar til kjarnhiti er 72°C.
3 Skref
Takið bringuna úr soðinu.
4 Skref
Hrærið saman það sem á að fara í glassúrinn og penslið bringuna vel með honum.
5 Skref
Hækkið hitann á ofninum í 225°C og bakið bringuna áfram í 5-10 mín.
6 Skref
Dreifið sesamfræjum yfir bringuna þegar hún er tekin úr ofninum og látið hana hvíla í 15 mín. áður en hún er skorin niður.
7 Skref
Hakkið laukinn smátt og steikið í smjöri. Bætið chili-pipar, hvítvíni og soði og appelsínusafa saman við. Látið malla í 10 mínútur.
8 Skref
Bætið þá sýrðum rjóma saman við.
9 Skref
Að lokum er appelsínubörkur settur saman við og bragðbætt með salti og pipar.
10 Skref
Skerið bringuna í fallegar sneiðar og berið fram með kartöflum, salati og appelsínusósu.