Soð af innmat í sósu

Inni í fuglinum er innmatur sem gott er að sjóða í um 1 klst., sigta og nota sem kraft í sósu. Oftast þarf þó að bæta aukakrafti (kjúklinga- eða kalkúnakrafti) í sósuna. Hér útskýrir Úlfar Finnbjörnsson hvernig kalkúnasoð er útbúið.

Magn Hráefni
Háls, innmatur og vængendar af einum kalkún
4 msk.Olía
Salt og nýmalaður pipar
Kalt vatn
1Laukur, skorinn í bita
1Sellerístilkur, skorinn í bita
1Gulrót, skorin í bita
Hvíti parturinn af blaðlauk, skorinn í sneiðar
2Lárviðarlauf
Magn Hráefni
Háls, innmatur og vængendar af einum kalkún
4 msk.Olía
Salt og nýmalaður pipar
Kalt vatn
1Laukur, skorinn í bita
1Sellerístilkur, skorinn í bita
1Gulrót, skorin í bita
Hvíti parturinn af blaðlauk, skorinn í sneiðar
2Lárviðarlauf
Aðferð
1 Skref
Höggvið háls og vængenda í 5 cm bita. Skerið fóarn og hjarta til helminga. Geymið lifrina í annað.
2 Skref
Hitið olíu á stórri pönnu og steikið háls, vængenda og innmat í 4-5 mínútur eða þar til allt er orðið fallega brúnað.
3 Skref
Stráið salti og pipar yfir.
4 Skref
Bætið grænmeti á pönnuna og steikið í 2 mínútur til viðbótar.
5 Skref
Hellið köldu vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir beinin.
6 Skref
Hleypið upp suðu, veiðið fitu og grugg ofan af soðinu og bætið lárviðarlaufum út í. Sjóðið við vægan hita í 1 ½ klukkustund.
7 Skref
Sigtið soðið í annan pott.
8 Skref
Veiðið fitu og grugg ofan af soðinu og sjóðið niður um ¼. Þá er soðið klárt í sósu en munið að nota einnig það sem kemur í ofnskúffuna.