Að skera kalkún

Það er glæsilegt að bera fuglinn fram í heilu lagi. Úlfar Finnbjörnsson sýnir hér góða aðferð við að skera kalkún.

Aðferð
1 Skref
Fuglinn heilsteiktur og tilbúinn. Nú þarf að sýna öllum fallega fuglinn áður en hann er skorinn.
2 Skref
Skerið haminn í sundur á milli læris og bringu.
3 Skref
Skerið lærið frá á milli liða.
4 Skref
Endurtakið hinum megin.
5 Skref
Skerið þétt upp við bringubeinið og niður að væng.
6 Skref
Skerið bringuna frá við væng.
7 Skref
Endurtakið hinum megin.
8 Skref
Skerið bringur í ½ cm þykkar sneiðar.
9 Skref
Skerið læri frá leggjum á milli liða.
10 Skref
Skerið kjötið af lærbeinunum.
11 Skref
Skerið kjötið af lærunum í sneiðar.
12 Skref
Kjötið skorið og klárt til þess að bera fram.