Gætið vel að suðutíma reykta kjötsins. Miðað er við að sjóða kjötið einungis í 20 mín./kg og láta það síðan standa í aðrar 20 mín. í soðinu eftir að potturinn hefur verið tekinn af hellunni. Einnig má elda kjötið í lokuðum ofnpotti með örlitlu vatni og skal miða við sama eldunartíma. Kjötið er magurt og enginn viðbótarvökvi er í því, svo það þolir ekki mikla suðu. Kjötið getur hæglega þornað við ofeldun. Best er að nota kjöthitamæli og miða við kjarnhitann 70°C.