Sumir kjósa að fylla ekki kalkúninn. Aðrir kjósa að skera ávexti og lauk í bita og setja inn í fuglinn í stað fyllingar. Það gefur örlítið bragð í kjötið.
Steikja skal ófylltan kalkún eins og fylltan kalkún. Athugið þó að steikingartíminn er styttri en á fylltum kalkún. Miða skal við að steikja ófylltan kalkún við 150°C í 30 mín. fyrir hvert kg, eða þar til kjarnhiti í bringu er 71°C.
Nauðsynlegt er að ausa fuglinn nokkrum sinnum í lok steikingartíma. Ef fuglinn er fullsteiktur fyrir áætlaðan tíma skal taka hann úr ofninum og vefja stykki utan um steikingarílátið.