Kryddið fuglinn vel sólarhring áður en hann er eldaður. Einnig má leggja hann í kryddpækil. Olían verður að vera heit (kraumandi) eins og í kleinupotti og hitinn má ekki detta mikið niður þegar fuglinn er settur ofan í feitina.
Hrápressuð djúpsteikingarolía er mjög góð til steikingarinnar.
Miðað er við að djúpsteikja fuglinn í 7,5 – 8 mín. á hvert kíló. Kalkún sem er 4,7 kg þarf því að djúpsteikja í 35 mín.