Íslenskur gæðakjúklingur beint frá býli, ferskur eða frosinn. Kjúklingakjötið kemur frá Ísfuglsbændum. Ferskpakkningar eru merktar þeim bónda sem framleiðir kjúklinginn hverju sinni. Ísfuglsbændur eru Reykjabúið, Heiðarbær, Hjallakrókur og Neslækur. Má bjóða þér heilan kjúkling, leggi, bringur, vængi, pylsur, eldaða leggi og vængi eða kannski bragðgóðan BBQ-kjúlla á grillið?