Suður-Reykir í Mosfellsbæ koma fyrst fyrir í heimildum árið 1180 og hefur verið ábúð þar síðan á miðöldum. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir að hjáleigur Suður-Reykja hafi verið þrjár: Reykjakot, Stekkjarkot og Amsturdammur. Síðar hefur svæðið verið nefnt Reykjahverfi „sunnan undir Reykjafjalli“ (m.a. í Lýsingu Mosfells- og Gufunesssókna frá 1855), og er svo í dag. Búskapur er enn að Reykjum, en hjáleigurnar eru nú íbúðahverfi og dýrahald þar takmarkað við hross, hunda, ketti og kannski eina og eina varphænu.
Þekking berst frá vesturheimi
Löng hefð er fyrir fuglarækt á Reykjum. Stefán B. Jónsson átti jörðina og bjó þar á árunum 1907-1913. Hann hafði á árunum 1887-1899 búið í Kanada og kynnst þar alifuglarækt. Stefán var mikill framfarasinni og áhugamaður um alifuglarækt og fleira. Eitt af hans áhugamálum var að nýta jarðhita í Reykjahverfi, og var hann fyrstur Íslendinga til að leiða hitaveitu í íbúðarhús sitt að Suður-Reykjum. Árið 1901 skrifaði Stefán grein um hænsnarækt í blaðið Hlín: tímarit til eflingar verkfræðilegs og hagfræðilegs framkvæmdalífs á Íslandi, sem hann sjálfur út (1. tbl. s. 42-44).
Í greininni segir hann m.a að hænsna- eða alifuglarækt ætti að vera almennari og betur stunduð hér á landi en hingað til hafi verið. Hann hvetur gaf sjálfur út (1. tbl. s. 42-44). Í greininni segir hann m.a að hænsna- eða alifuglarækt ætti að vera almennari og betur stunduð hér á landi en hingað til hafi verið. Hann hvetur Íslendinga til að taka upp þennan hagkvæma búskap, og spyr í lok greinar: „Gefur nokkur búpeningur á Íslandi af sér árlega meira en svarar 180% af verði sínu, auk fóðurkostnaðar? – Eg held ekki, og sé svo, þá sinnið með alúð alifuglarækt meira en hingað til.“
Ef tekið er mið af skrifum um alifuglarækt fyrr á árum er ljóst að þekking á búgreininni hefur borist til Íslands frá Vesturheimi á síðustu árum 19. aldar. Alifuglarækt hefur þó verið stunduð hér frá landnámi í einhverjum mæli, og er þess getið í fornsögum; m.a. í sögu af gæsagæslu Grettis sterka Ásmundarsonar og í Hænsa-Þóris sögu.
Brautryðjendur að Suður-Reykjum
Á Suður-Reykjum í Mosfellsbæ er löng saga alifuglaræktar og þar er elsta bú landsins í greininni. Suður-Reykir hafa verið í eigu sömu fjölskyldna frá því árið 1916 þegar Guðmundur Jónsson, afi Jóns Magnúsar Jónssonar, núverandi ábúanda, keypti jörðina. Stórbýli hefur verið rekið þar síðan um 1930, og má segja að stöðug uppbygging hafi átt sér stað á búinu allt frá því Guðmundur handsalaði kaupin á jörðinni.
Reykjabúið er fjölskyldubú þar sem þekking og framþróun eru lykilatriði í rekstrinum. Búið er brautryðjandi í alifuglarækt á Íslandi. Þar hófst kjúklingarækt árið 1946 og kalkúnarækt í tilraunaskyni 1947. Stuttu síðar var farið að framleiða daggamla unga til sölu, og því má með sanni segja að reksturinn standi föstum fótum á reynslu, þekkingu og framsýni.
Umhverfismál skipa æ stærri sess í búrekstri, og á því sviði hafa Reykjabændur metnað til að vera til fyrirmyndar. Nýverið var tekin í notkun gæðastefna Reykjabúsins sem vísar veginn á því sviði í alifuglarækt.
Guðmundur Jónsson skipstjóri (1890 – 1946) og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir (1892 – 1980) kaupa Suður-Reyki í Mosfellssveit ásamt Jóel Jónssyni skipstjóra (1885 – 1921). Eftir ótímabært fráfall Jóels komu systir Guðmundar og mágur, Ásta Jónsdóttir (1895 – 1977) og Bjarni Ásgeirsson (1891 – 1956), að rekstri jarðarinnar. Þau urðu síðar meðeigendur.
Guðmundur og Ingibjörg flytja að Suður-Reykjum. Jón Magnús, einn af sonum þeirra er þá á sjötta ári.
Alifuglarækt hefst á Reykjum í Mosfellssveit með stofnun Hreiðurs hf., sem var hlutafélag nokkurra manna undir stjórn Gísla Kristjánssonar búfræðings. Starfsemin fór öll fram í Reykjabíói, gömlu kvikmyndahúsi frá stríðsárunum sem stóð á bökkum Varmár. Húsinu var breytt og það lagað að nýrri starfssemi. Í bíóinu voru settar upp útungunarvélar og stíur fyrir fuglaeldi. Starfsemi félagsins hófst með uppeldi fjögurra tegunda varphænustofna. Frjó egg voru flutt inn frá Danmörku til þess að forðast skyldleikarækt. Framleidd voru neysluegg, ungað út og varphænuungar seldir til bænda. Á búinu fór einnig fram flokkun og pökkun á eggjum og slátrun á fuglum. Hanar voru nýttir til matar.
Jón M Guðmundsson á Reykjum (1920 – 2007) kemur heim eftir nám í búfræði og alifuglarækt við háskólann í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Hann tekur við sínum hlut í búrekstrinum á Reykjum og hefur störf hjá Hreiðri hf. Tilraunastarf í kalkúnarækt hefst með því að hann kaupir nokkra dökka kalkúna af nunnunum að Jófríðarstöðum í Hafnarfirði. Jón elur nokkra fugla ári, sér og nokkrum sérvitringum til matar. Kalkúnarnir fengu að spóka sig úti á bæjarhólnum yfir daginn og voru reknir inn yfir nóttina.
Jón fer til Svíþjóðar og lærir kyngreiningu daggamalla unga. Upp frá því sá hann um kyngreiningu allra unga hjá Hreiðri hf., og varð það mikil hagræðing í rekstrinum.
Jón M. Guðmundsson og kona hans Málfríður Bjarnadóttir (f. 1925) kaupa rekstur Hreiðurs hf. og breyta nafni fyrirtækisins í Fuglakynbótabúið.
Umtalsverð sala á stálpuðum hænuungum til bænda. Ungar eru sendir 10 – 12 vikna gamlir til bænda um allt land til framleiðslu eggja til heimilisnota. Einnig sala til smærri eggjaframleiðenda. Árið 2006 hættir Reykjabúið sölu á stálpuðum ungum.
Jón á Reykjum flytur inn frjó kalkúnaegg af hvítum stofni frá Danmörku. Ennþá er kalkúnaræktin í smáum stíl. Þegar litið er heim að Reykjum má sjá hvíta breiðu af kalkúnum á bæjarhólnum. Fuglarnir voru á þessum árum léttir á fæti og frekar grannir á bringuna, en harðgerðir og þoldu vel kulda. Stöðugt fjölgar þeim viðskiptavinum sem leggja leið sína að Reykjum til að fá kalkún í matinn á stórhátíðum.
Kjúklingaframleiðsla hefst á Íslandi. Jón flytur inn fyrstu frjóeggin af holdastofni frá Danmörku. Fuglakynbótabúið hefur þar með framleiðslu á daggömlum holdaungum til eldis og selur jafnframt til annarra bænda. Íslendingar fá í fyrsta skipti íslenska kjúklinga til neyslu. Á Reykjum er nýtt hús byggt fyrir reksturinn og rúmar það skrifstofu, starfsmannaaðstöðu, útungunarvél, ungauppeldi og fyrsta viðurkennda alifuglasláturhús landsins. Áfram er Reykjabíó notað til fuglaeldis, einnig gamall herbraggi og fjósbygging frá 1929.
Fyrstu HOLDA kjúklingar frá Fuglakynbótabúinu á Reykjum á markaðinn pakkaðir í sérmerkta poka.
Fuglakynbótabúið, síðar Reykjabúið, fær skráð einkaleyfi á vörumerkinu HOLDA fyrir kjúklingakjöt og síðar kalkúnakjöt. Brotið var blað í búnaðarsögu landsins að því er varðar meðferð á fuglakjöti þegar vélvætt fuglasláturhús er tekið í notkun að Reykjum. Margar hendur vinna létt verk og unnið er af fullum krafti í nýja fuglasláturhúsinu. 400 fuglum er slátrað daglega. Fjölskyldan og nágrannar hamast við að slátra, pakka, afgreiða og keyra út kjöt til verslana og veitingastaða. Nú geta Íslendingar matreitt íslenskan kjúkling og haft „franskar“ með að amerískum sið. Körfukjúklingur er nýr réttur á veitingastöðum í Reykjavík, aðallega á Naustinu og Aski. En mauksoðnar hænur í karrýsósu standa þó enn fyrir sínu!
Flutt eru inn frjó kalkúnaegg af holdastofni frá Båstad í Noregi og er þessi nýi stofn er mun holdmeiri en sá sem notaður var áður. Kalkúnaframleiðslan eykst næstu árin.
Jón á Reykjum byggir ásamt öðrum fuglabændum nýtt og tæknivætt sláturhús, Ísfugl hf., sem leysir af hólmi gamla sláturhúsið á Reykjum. Ísfugl hf. er hlutafélag sem slátrar fyrir alifuglabændur. Í fyrsta skipti á Ísland er kjúklingurinn hlutaður sundur og unninn til sölu og neyslu.
Fuglakynbótabúinu er breytt í hlutafélag þar sem Jón M. Guðmundsson, Málfríður Bjarnadóttir og börn þeirra sex eru hluthafar. Guðmundur Jónsson (f. 1952) hefur lokið meistaraprófi í búfræði frá Edinborgarháskóla og er í fullu starfi við búið næstu árin.
Reykjabúið hefur sæðingu kalkúna og þar með eykst framleiðslan töluvert. Í kjölfarið var fluttur inn nýr og holdmeiri stofn frá Båstad í Noregi. Ísfugl á við rekstrarerfiðleika að stíða. Sex kjúklingabændur, þar á meðal Reykjabúið, taka höndum saman og stofna nýtt hlutafélag, Markaðskjúkling, til að halda rekstri sláturhússins áfram. Sláturfélag Suðurlands kaupir hlut í Ísfugli. Reykjabúið glímir við mikla rekstrarerfiðleika á þessum tíma. Fjölskyldan tekur höndum saman um reksturinn.
Nafni búsins er breytt í Reykjabúið ehf. og er það áfram í eigu fjölskyldunnar á Reykjum.
Jón Magnús Jónsson (f. 1962) lýkur námi í alifuglarækt við háskólann í Madison. Hann fetar þar í fótspor föður síns og aflar sér að auki sérmenntunar í kalkúnarækt. Kristín Sverrisdóttir eiginkona hans (f. 1963) lýkur námi í búvísindum frá Hvanneyri. Þau hefja störf við Reykjabúið.
Reglulegur innflutningur á holdastofnseggjum hefst, fyrst frá Noregi og síðar Svíþjóð. Einangrunarstöðin á Hvanneyri tekur við eggjunum og þar er þeim ungað út. Vaxtartími og gæði kjúklinga aukast verulega með árunum.
Útungunarstöð Reykjabúsins er flutt frá Reykjum í nýtt og stærra húsnæði að Flugumýri 18 í Mosfellsbæ. Enn framleiðir Reykjabúið alla daggamla holdaunga fyrir bændur sem slátra hjá Ísfugli ásamt því að framleiða sína eigin kalkúnaunga. Einnig er ungað út fyrir nokkra eggjaframleiðendur.
Reykjabúið eykur verulega framleiðslu sína á kalkúnum og kjúklingum. Farin er sú leið í rekstrinum að leigja útihús af bændum í Ölfusi og víðar. Húsin eru innréttuð sem eldishús og öðlast þannig nýtt hlutverk. Má nefna bæina Sætún, Hjalla, Lambhaga, Bakka, Helludal og síðar Auðsholt.
Hafinn er reglulegur innflutningur frjórra kalkúnaeggja frá Bretlandi og sett er upp einangrunarstöð fyrir innflutninginn á Kanastöðum í Landeyjum. Þar er frjóeggjum ungað út og stofnfuglinn alinn í 12 vikur. Egg eru flutt inn tvisvar á ári. Upp frá því vex framleiðslan jafnt og þétt. Vaxtarhraði kalkúnsins og kjötgæði aukast verulega. Hafin er tilraunasala á kalkúnabitum í smáum stíl. Mest er þó enn selt af heilum kalkún fyrir jól og áramót.
Jón Magnús Guðmundsson og Málfríður Bjarnadóttir fá landbúnaðarverðlaun fyrir árangursrík störf í þágu landbúnaðar á Íslandi.
Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir kaupa Reykjabúið ehf. af fjölskyldunni. Höfuðstöðvar búsins eru enn að Reykjum á bökkum Varmár og þar er einnig skrifstofa og stofnaeldishús. Í áranna rás hafa ný fuglahús verið reist og endurnýjuð á Reykjum. Gamla fjósið frá 1929 er enn notað að hluta til fyrir fuglaeldi og gamli herbragginn stendur enn sem geymsla.
Heimaverslun er formlega opnuð á Reykjabúinu þar sem seldar eru kalkúnavörur ofl. Frá upphafi hafa verið seldir kalkúnar þar í litlum mæli, beint til neytenda. Margir hafa það fyrir hefð að koma fyrir jól og áramót upp að Reykjum, kaupa kalkún og skiptast á uppskriftum og sögum af eldamennskunni
Í heimaverslun er boðið sérstaklega upp á kalkúnavörur; hreint kjöt án allra aukaefna í vörulínunni 100%.
Ný og metnaðarfull Gæðahandbók Reykjabúsins tekin í notkun. Reykjabúið kaupir sláturhúsið Ísfugl.
Forsetaheimsókn til Reykjabúsins.