1 Skref
Stillið ofninn á 150°C og hitið einnig pönnu með olíu á, kryddið með salti og pipar eftir smekk, brúnið kalkúnabringuna í olíu á báðum hliðum í 2-3 mín. á hvorri hlið og takið af pönnunni.
2 Skref
Skerið Brie-ostinn í þunnar sneiðar og leggið ofan á bringuna. Því næst er basiliku dreift jafnt yfir og síðan er skinkunni vafið þétt og fallega utan um bringuna og reynt eftir fremsta megni að loka ostinn inni.
3 Skref
Setjið í eldfast mót og inn í ofn, bakið í 30-40 mín. eða þar til kjarnhitinn hefur náð 67°C.
4 Skref
Takið bringuna út og látið hvíla undir viskustykki í 7-10 mín.
5 Skref
Skerið í þunnar sneiðar og berið fram með grilluðum maís.