1 Skref
Hitið olíuna í stórum potti, setjið hvítlaukinn út í og látið krauma í stutta stund.
2 Skref
Bætið rósakálinu út í og steikið í 2-3 mín., hrærið varlega í á meðan.
3 Skref
Bætið 3 msk. af vatni út í, ásamt salti og pipar eftir smekk.
4 Skref
Setjið lok á pottinn og sjóðið við vægan hita í 8-10 mín, ef notað er ferskt rósakál, annars í 3-5 mín.
5 Skref
Hitið rjómann með lárviðarlaufunum og sítrónuberkinum í 5 mín.
6 Skref
Hellið heitum rjómanum yfir rósakálið rétt áður en rétturinn er borinn fram.