Waldorfsalat

Uppskrift

Fyrir 5-6

Hráefni

  • 2-3 msk. majónes
  • 1/4 l rjómi, þeyttur
  • örlítið salt (má sleppa)
  • sítrónusafi
  • 3-4 sneiddir sellerístönglar
  • 2-3 afhýdd smátt skorin epli
  • 1 meðalstór klasi græn vínber, steinalaus
  • 50 g gróft hakkaðir valhnetukjarnar (má sleppa)

Aðferð

1. Blandið þeytta rjómanum í majónesið og bragðbætið.
2. Blandið ávöxtum, grænmeti og hnetum út í og bragðbætið eftir smekk með sítrónusafa og salti. Salatið má standa í kæliskáp í 5-8 tíma.
3. Skreytið með vínberjum og hnetum rétt áður en borið er fram.