Trönuberjasósa

Uppskrift

Fyrir 4

Hráefni

  • 1 poki trönuber, um 450 g
  • 1 appelsína með berki, skerið börkinn af endunum og hendið
  • 1/2 sítróna
  • 1 msk. engiferrót, smátt söxuð
  • 2 dl púðursykur

Aðferð

1. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.
2. Geymið í kæli yfir nótt.