Stökkar Parmigianokartöflur

Uppskrift

Fyrir 5-6

Hráefni

  • 10 meðalstórar kartöflur
  • 1/2 bolli olía
  • 1/4 bolli ferskur, rifinn Parmigiano-ostur
  • salt og pipar

Aðferð

1. Afhýðið kartöflurnar og skerið þunna sneið neðan af þeim, svo þær verði stöðugri.
2. Skerið þunnar sneiðar niður í hverja kartöflu, skiljið eftir u.þ.b. 5 mm við botninn, svo þær hangi saman.
3. Raðið kartöflunum í eldfast mót og penslið með olíunni.
4. Bakið í 40 mín. við 175°C og penslið af og til með olíunni.
5. Stráið ostinum yfir og bakið áfram í 20 mín.
6. Það má byrja á kartöflunum áður en fuglinn er steiktur og taka þær út eftir 40 mín.
7. Þegar kalkúnninn hefur verið tekinn úr ofninum má strá ostinum á kartöflurnar og ljúka við baksturinn á 15-20 mín.