Steiktir kalkúnastrimlar með villisveppum og steinselju í hvítvínssósu

Uppskrift

Frá Úlfari

Fyrir 4–6

Hráefni

  • 800 g kalkúnastrimlar
  • 4 msk. olía
  • 200 g villisveppir, t.d. furusveppir,
  • lerkisveppir eða kóngssveppir, má nota kjörsveppi
  • 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • salt og nýmalaður pipar
  • 2-3 dl hvítvín
  • 2 dl rjómi eða mjólk
  • 1 poki steinselja, gróft söxuð
  • sósujafnari

 

 

Aðferð

1. Hitið olíu á stórri pönnu og steikið kalkúnastrimla við mikinn hita í 3 mín.
2. Bætið þá sveppum og hvítlauk á pönnuna og stráið salti og pipar yfir.
3. Hellið hvítvíni saman við og sjóðið í 7 mín.
4. Bætið þá rjóma og steinselju út í og sjóðið áfram í 2 mín.
5. Þykkið með sósujafnara og smakkið til með salti og pipar.
6. Berið fram með pasta, núðlum eða kartöflumús.