Spergilkálssalat

Uppskrift

Fyrir 5-6

Hráefni

  • 300 g niðurskorið spergilkál
  • 2 epli, söxuð
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður
  • 1-2 dl rúsínur (eftir smekk)
  • 2 dósir sýrður rjómi
  • skvetta af ediki
  • 1-2 tsk. hlynsíróp (eftir smekk)

Aðferð

1. Skerið niður allt grænmetið.
2. Hrærið saman sýrða rjómanum, edikinu og hlynsírópinu.
3. Hellið yfir grænmetið og blandið öllu saman.
4. Gott er að láta salatið standa smástund í ísskáp áður en það er borið fram.