Rósakál með rjóma- og sítrónukeim

Uppskrift

Fyrir 6–8

Hráefni

  • 3 msk. olía
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 kg rósakál, skorið í helminga, ferskt eða frosið
  • 4 msk. rjómi
  • 2 lárviðarlauf
  • 4 ræmur sítrónubörkur
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð

1. Hitið olíuna í stórum potti, setjið hvítlaukinn út í og látið krauma í stutta stund. 2. Bætið rósakálinu út í og steikið í 2-3 mín., hrærið varlega í á meðan.
3. Bætið 3 msk. af vatni út í, ásamt salti og pipar eftir smekk.
4. Setjið lok á pottinn og sjóðið við vægan hita í 8-10 mín, ef notað er ferskt rósakál, annars í 3-5 mín.
5. Hitið rjómann með lárviðarlaufunum og sítrónuberkinum í 5 mín.
6. Hellið heitum rjómanum yfir rósakálið rétt áður en rétturinn er borinn fram.