Púrtvínssósa Stínu

Uppskrift

Fyrir 6-8

Hráefni

  • 100 g smjör
  • 100 g hveiti
  • 1/2 l soð af innmat
  • 1/2 l vatn
  • 1-2 msk. sojasósa
  • 2-4 msk. kalkúna- eða kjúklingakraftur eftir þörfum
  • 1-2 msk. Dijonsinnep eða annað gott sinnep
  • smáskvetta af púrtvíni, ljóst eða dökkt, eftir smekk
  • 1/2 l rjómi
  • salt og pipar eftir smekk
  • 2-3 msk. rifsberjahlaup
  • 1-2 msk. salvía eftir smekk
  • 1 msk. Creolakrydd frá Pottagöldrum
  • steikingarsafi af fuglinum, reynið að veiða fituna frá
  • afgangur af gljáanum

Aðferð

1. Bakið upp sósu með hveiti og smjöri.
2. Jafnið með soði af innmat, steikingarsafa af fuglinum og vatni ef þarf.
3. Bætið kalkúnakrafti út í.
4. Bragðbætið síðan með sinnepi, rifsberjahlaupi, púrtvíni og kryddi.
5. Hellið rjómanum út í.
6. Smakkið til með gljáanum.