Uppskrift
Fyrir 4
Hráefni
- 2 msk. olía
- 3 beikonsneiðar, skornar í bita
- 1 paprika, skorin í litla teninga
- 1 msk. paprikuduft
- 4 dl kalkúnasoð úr ofnskúffu
- 1 msk. kalkúnakraftur
- 2 dl rjómi
- 1/3 camembert
- sósujafnari
- salt og nýmalaður pipar
Aðferð
1. Hitið olíu í potti og látið beikon og papriku krauma í 2 mín.
2. Bætið paprikudufti í pottinn og látið krauma í 30 sek.
3. Setjið kalkúnasoð, kalkúnakraft, rjóma og camembert út í pottinn og þykkið sósuna með sósujafnara.
4. Smakkið til með salti og pipar.
- Prenta
- |
- Senda í pósti
- |
- Deila