Ofnsteikt kalkúnabringa

Uppskrift

Fyrir 3–4

Hráefni

  • 1 meðalstór kalkúnabringa

Tengdar uppskriftir

Kalkúnn á brauðsnittu

Aðferð

1. Stillið ofninn á 150°C.
2. Brúnið bringuna á heitri pönnu í olíu í 2-3 mín. á hvorri hlið.
3. Setjið bringuna í eldfast mót og kryddið eftir smekk.
4. Bakið í ofni í 30-50 mín. eða þar til bringan hefur náð 67°C kjarnhita.
5. Látið kjötið hvíla undir stykki í 7-10 mín.
6. Skerið í þunnar sneiðar og berið fram.