Núðlusúpa úr kalkúnaafgöngum

Uppskrift

Fyrir 4–6

Hráefni

Soð
bein af elduðum kalkún
1 gulrót, skorin í bita
2 sellerístilkar, skornir í bita
1 laukur, skorinn í bita
salt og nýmalaður pipar
2-3 l vatn

Súpa
1 gulrót, skorin í bita
2 sellerístilkar, skornir í bita
1 laukur, skorinn í bita
3 vorlaukar, skornir í bita
1 ½ msk. smátt söxuð engiferrót
1 chili-aldin, fræhreinsað og saxað
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
3 msk. teryaki-sósa
3 msk. sérrí (má sleppa)
200 g núðlur
400-500 g afgangar af kalkúnakjöti, skorið í bita
3 msk. ferskt kóríander, smátt saxað

Aðferð

Soðið
1. Setjið allt í pott og sjóðið við vægan hita í 2 klst.
2. Sigtið síðan soðið yfir í annan pott.

Súpan
1. Setjið allt hráefnið í súpuna ofan í soðpottinn nema núðlur, kalkúnakjöt og kóríander. Sjóðið í 3 mín.
2. Bætið núðlum saman við og sjóðið í 5 mín. til viðbótar.
3. Bætið þá kalkúnakjöti og kóríander út í og blandið öllu vel saman.