Uppskrift
Hráefni
400 g frosinn maís, látið þiðna
2 dl rjómi
2 dl soðin hrísgrjón
5 skorpulausar brauðsneiðar, skornar í teninga
1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 dl steinselja, smátt söxuð
1-2 msk. estragon, smátt saxað
2 egg
salt og nýmalaður pipar
Aðferð
1. Setjið helminginn af maísnum í pott með rjómanum og sjóðið við vægan hita í 5 mín.
2. Hellið þá úr pottinum í matvinnsluvél og maukið vel.
3. Setjið maukið í skál ásamt afganginum af hráefninu og blandið vel saman.
4. Setjið fuglinn í eldfast mót og fyllið með fyllingunni.
5. Bakið fuglinn í 15 mín. við 190°C eða þar til hann er orðinn fallega brúnaður. Lækkið þá niður í 150°C og bakið í 45 mín. fyrir hvert kg eða þar til kjarnhiti sýnir 71°C (með kjöthitamæli).
- Prenta
- |
- Senda í pósti
- |
- Deila