Köld englasósa

Uppskrift

Fyrir 4–5

Hráefni

  • 2 dl sýrður rjómi
  • 2 dl þeyttur rjómi
  • 2 msk. majónes
  • 2 tsk. franskt sinnep
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 dl fínsaxaðar valhnetur
  • 2 dl ananaskurl
  • salt og svartur pipar

Aðferð

1. Þeytið rjómann og hrærið öðru hráefni saman við.
2. Smakkið til og berið fram kalt með köldu, steiktu eða reyktu kalkúnakjöti.