Uppskrift
Fyrir 4–6
Hráefni
- 1 kalkúnabringa (u.þ.b. 1-1,5 kg)
- 1/2 dl sojasósa
- 1/2 dl hlynsíróp
- 1/2 dl grillsósa
- 1/2 dl vatn
- 1 tsk. laukduft
- 1 tsk. salt
Aðferð
1. Setjið kalkúnabringuna í eldfast mót.
2. Blandið öllu hráefninu saman, hellið yfir bringuna og veltið kjötinu upp úr blöndunni.
3. Breiðið yfir og látið liggja í kryddleginum í a.m.k. 2 klst.
4. Steikið bringuna síðan við 170°C heitum ofni í u.þ.b 40 mín., eða þar til kjöthitamælir sýnir 71°C. Ausið reglulega yfir á meðan steikt er.
5. Sjóðið hrísgrjón með ananaskurli og blandið þeim síðan saman við ananasbita.
6. Berið kjötið fram í sneiðum með hrísgrjónunum og Mango Chutney.
- Prenta
- |
- Senda í pósti
- |
- Deila