Kalkúnn með teriyaki og engifer með fíkjufyllingu og trönuberjasósu

Uppskrift

Fyrir 8–10

Hráefni

Kryddlögur
1 l eplasafi
2 dl sojasósa
2 dl teriyaki-sósa
3 msk. engiferrót, smátt söxuð
6 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 chili-aldin, fræhreinsuð og smátt söxuð
5 anísstjörnur (má sleppa)
3 dl salt
2 dl sykur
6 l vatn
1 heill kalkúnn, um 5 kg
2 msk. wasabi-sesamfræ (má sleppa)

Fíkjufylling
10 þurrkaðar fíkjur, skornar í litla bita
1 dl pekanhnetur, gróft saxaðar
1 chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
2 msk. teriyaki-sósa
2 msk. sérrí (má sleppa)
1/3 skorpulaust brauð, skorið í litla bita
2 egg
2 msk. ferskt kóríander, smátt saxað

Trönuberjasósa
1 poki trönuber, um 450 g
1 appelsína með berki, skerið börkinn af endunum og hendið
1/2 sítróna
1 msk. engiferrót, smátt söxuð
2 dl púðursykur

Aðferð

Lögurinn
1. Setjið allt nema vatn og kalkún í pott og sjóðið í 5 mín.
2. Takið pottinn af hellunni og kælið. Færið þá löginn í fötu og hellið vatninu saman við.
3. Takið innyflin úr fuglinum og setjið hann í löginn í fötunni.
4. Geymið í kæli yfir nótt.
5. Takið fuglinn upp úr og þerrið hann að innan sem utan.
6. Setjið fíkjufyllinguna inn í fuglinn, látið hann í eldfast mót og bakið í 190°C heitum ofni í 15 mín. eða þar til hann er orðinn fallega gullinn á lit.
7. Lækkið þá hitann niður í 150°C og steikið áfram í 45 mín. fyrir hvert kg.
8. Stráið að lokum wasabi-sesamfræjum yfir kalkúninn.

Fyllingin
1. Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Sósan
1. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.
2. Geymið í kæli yfir nótt.