Kalkúnasnitsel með grillaðri papriku, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti

Uppskrift

Fyrir 4

Hráefni

  • 4 x 150 g kalkúnasnitsel
  • salt og nýmalaður pipar
  • 1 dl niðursoðin grilluð paprika í bitum
  • 1 dl sólþurrkaðir tómatar í bitum
  • 1 dl fetaostur
  • 2 msk. basil, smátt saxað
  • 1 dl hveiti
  • 1 egg
  • 1 dl mjólk
  • 2 dl brauðrasp
  • 2 msk. olía
  • 2 msk smjör
     

 

Aðferð

1. Bankið snitselsneiðarnar létt með buffhamri þannig að þær verði um 7 mm þykkar.
2. Kryddið með salti og pipar.
3. Blandið saman í skál grillaðri papriku, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og basil. Skiptið blöndunni á milli sneiðanna og brjótið þær síðan saman eins og hálfmána. Þrýstið köntunum vel saman.
4. Veltið sneiðunum upp úr hveiti. Pískið egg og mjólk saman í skál og veltið sneiðunum upp úr blöndunni. Hjúpið sneiðarnar að lokum með raspinu.
5. Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið sneiðarnar í 2 mín. á hvorri hlið eða þar til þær eru fallega brúnaðar.
6. Setjið sneiðarnar í ofnskúffu og bakið við 180°C í 5-7 mín. eða þar til þær eru gegnumsteiktar.
7. Berið sneiðarnar fram með t.d. sítrónubátum, steiktu grænmeti og kartöflum.