Uppskrift
Fyrir 4
Hráefni
400 g afgangar af kalkúnakjöti, skornir í sneiðar
200 g afgangar af kartöflum, grænmeti og fyllingu
2 tómatar, skornir í sneiðar
1/2 poki blandað salat
4 langlokubrauð eða annað gott brauð
Klettakálspestó
1 poki klettakál
3-5 hvítlauksgeirar
2 msk. furuhnetur
2 msk. parmesanostur, rifinn
1 msk. ljóst edik
1 msk. sykur
1 dl olía
salt og nýmalaður pipar
Aðferð
1. Allt hráefnið í pestóið sett í matvinnsluvél og maukað.
2. Skerið brauðið til helminga eftir endilöngu og smyrjið báða helmingana með klettakálspestóinu.
3. Raðið svo öllu sem er í uppskriftinni á brauðið.
- Prenta
- |
- Senda í pósti
- |
- Deila