Kalkúnasalat Italiano

Uppskrift

Fyrir 4–5

Hráefni

 • 400 g kalkúnaafgangar
 • 1/2 dl sólþurrkaðir tómatar
 • 1/2 dl svartar ólífur
 • 2 msk. kapers
 • 2 dl melóna, smátt skorin
 • 1 dl salthnetur
 • 2 msk. balsamikedik
 • 1 krukka fetaostur í kryddlegi
 • 1 dl ólífuolía
 • 1 rauð paprika í strimlum
 • 1 tsk. nýmulinn svartur pipar

Aðferð

1. Skerið kalkúnaafgangana niður og skerið sólþurrkuðu tómatana í strimla.
2. Blandið öllu saman í skál og hrærið í þar til allt hráefnið hefur samlagast vel.