Uppskrift
Fyrir 6–8
Hráefni
800 g eldað kalkúnakjöt, smátt skorið
1 dós Satay-sósa
1/2 -1 poki ferskt spínat
8 sólþurrkaðir tómatar í olíu, saxaðir
1 rauðlaukur, saxaður
1 krukka fetaostur
1 bolli hreint kúskús
1 grænmetisteningur
Tvær hugmyndir að dressing
– Valhnetuolía, smá Dijonsinnep, smá pipar og salt eða það krydd sem ykkur finnst passa, á ekki að vera sterkt en bragðgott.
– Olía, balsamikedik, hlynsíróp, smá sinnep (sætt) og 2 pressuð hvítlauksrif, þeytt saman í hrærivél.
Aðferð
1. Hitið Satay-sósu í potti og kælið svolítið. Setjið kalkúnakjötið út í sósuna.
2. Grænmetisteningur er leystur upp í 250 ml af sjóðandi vatni og sett í skál.
3. Kúskús sett útí og lok sett á skálina. Eftir um 3 mín. er kúskúsið tilbúið, hrærið þá í með gaffli til að losa það í sundur.
4. Smá dressing hellt yfir, annars verður kúskúsið svolítið þurrt.
5. Bætið út í kúskúsið smátt söxuðum rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum og feta-osti.
6. Bætið kalkúnabitum út í og meiri af dressing ef þurfa þykir.
7. Setjið spínat í stóra skál eða á stóran bakka, því næst kúskús, skreytið með salathnetum, hunangsristuðum hnetum og rúsínum eða Japansmixi (fæst sem snakk í búðum).
- Prenta
- |
- Senda í pósti
- |
- Deila