Kalkúnahamborgarapíta

Uppskrift

Fyrir 4
 

Hráefni

  • 4 kalkúnaborgarar
  • salt og pipar
  • 2 msk. olía
  • 4 pítubrauð
  • 1 rauðlaukur, í sneiðum
  • 1-2 tómatar í sneiðum
  • ½ agúrka í sneiðum
  • 8 salatblöð
  • 4-8 msk. pítusósa

 

 

Aðferð

1. Kryddið borgarana með salti og pipar og steikið í olíu á milliheitri pönnu í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þeir eru gegnumsteiktir.
2. Hitið pítubrauðið í brauðrist.
3. Setjið borgara, lauk, grænmeti og salat í heitt pítubrauð.
4. Berið fram með pítusósu og t.d. bökuðum sætum kartöflubátum.