Kalkúnabringur með hnetum

Uppskrift

Fyrir 6–8

Hráefni

  • 2 kalkúnabringur
  • 2 msk. olía
  • 2 msk. hrásykur eða púðursykur
  • 1-2 msk. Dijon-sinnep
  • 1 dl appelsínusafi
  • 2 msk. Mango Chutney
  • salt og pipar
  • 100 g salthnetur
  • 100 g furuhnetur
     

 

Aðferð

1. Hitið ofninn í 160°C.
2. Saxið hneturnar smátt og ristið á pönnu.
3. Hrærið púðursykur (eða hrásykur) og Dijon-sinnep saman ásamt appelsínusafa, Mango Chutney, salti og pipar.
4. Brúnið kalkúnabringuna í olíu á pönnu á meðalhita í um 2 mín. á hvorri hlið og setjið síðan í eldfast mót.
5. Setjið síðan þykkt lag af sinnepsblöndunni yfir bringurnar og stráið hnetunum yfir.
6. Bakið í 20-30 mín. eða þar til bringurnar hafa ná 67°C kjarnhita.
7. Látið hvíla undir stykki í 7-10 mín. áður en borið er fram.