Uppskrift
Fyrir 3–4
Hráefni
- meðalstór kalkúnabringa, u.þ.b. 800-1000 g
- 100 g brauðraspur (japanskur)
- handfylli fersk salvía
- handfylli trönuber
- handfylli steinselja
- 200 g mjúkt smjör
- salt eftir smekk
- olía til steikingar
Aðferð
1. Setjið allt nema kalkúninn í matvinnsluvél og blandið vel þar til úr verður þykkt kryddsmjör. Kælið.
2. Stillið ofninn á 150°C og hitið einnig pönnu með olíu á.
3. Brúnið kalkúnabringuna í olíu á báðum hliðum í 2-3 mín. á hvorri hlið. Setjið hana í eldfast mót og smyrjið því næst kryddsmjörinu á.
4. Setjið bringuna inn í ofn og eldið í 30-40 mín. eða þar til kjarnhitinn er 67°C. 5. 5. Takið bringuna út úr ofninum og látð að standa með viskustykki yfir í 7-10 mín. áður en þið skerið hana.
6. Berið fram með restinni af kryddsmjörinu og rósakáli.
- Prenta
- |
- Senda í pósti
- |
- Deila