Kalkúnabollur

Uppskrift

Fyrir 3–4

Hráefni

 • 500 g kalkúnahakk
 • 1 stór laukur, saxaður smátt
 • 2-3 gulrætur, rifnar fínt
 • 6-10 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
 • 2 lítil egg eða 1 stórt
 • um 1 dl mjólk
 • 1 búnt steinselja, söxuð
 • 10-15 teningar af fetaosti (smekksatriði hvort þeir eru í olíu eða ekki)
 • um 2 dl hveiti og rasp
 • hvítlaukssalt og pipar (eða annað krydd eftir smekk)
   

 

Aðferð

1. Hrærið öllu saman nema fetaosti og steinselju. Farsið er fremur lint.
2. Látið jafna sig í ísskáp í klukkutíma.
3. Merjið fetaostinn með gaffli og hrærið saman við hakkið ásamt söxuðu steinseljunni.
4. Setjið smáhveiti í skál og rasp og hveiti í aðra skál.
5. Formið bollurnar með hveiti á höndunum og rúllið upp úr raspi eða rasp- og hveitiblöndu. Þær eru mjúkar, en detta ekki í sundur. 
6. Steikið á pönnu í smjöri nokkrar mínútur (fer eftir stærð) á öllum hliðum. Einnig má raða bollunum á bökunarpappír í eldfast fat og steikja í ofni við 180°C þar til þær eru steiktar í gegn. Þá er valfrjálst hvort rúllað er upp úr hveiti og raspi.
7. Berið fram t.d. með grænmeti, salati, pasta eða kartöflum.