Uppskrift
(úr Stóru Alifuglabókinni eftir Úlfar Finnbjörnsson)
Fyrir 4
Hráefni
- 600 g kalkúnalæri
- 1 kg gróft salt
- ½ l anda- eða gæsafita eða ólífuolía
- 2 lítil salvíublöð
- 1 rósmaríngrein
- 2 lárviðarlauf
- 2 hvítlauksgeirar
- salt og nýmalaður pipar
- 1 ½ snittubrauð
- smjör
- 8 beikonsneiðar, harðsteiktar
- salat
- rauðlaukssulta
Aðferð
1. Stráið helmingnum af saltinu á bakka og leggið kalkúnalærin ofan á. Stráið restinni af saltinu yfir og geymið við stofuhita í 1 ½ klst.
2. Skolið þá lærin undir köldu, rennandi vatni, þerrið og setjið í eldfast mót.
3. Hellið anda- eða gæsafitu yfir lærin svo vel fljóti yfir og setjið salvíublöð, rósmaríngrein, lárviðarlauf og hvítlauksgeira út í. (Anda- eða gæsafitu má endurnýta 3-4 sinnum ef hún er síuð og geymd í frysti á milli.)
4. Breiðið álpappír eða lok yfir mótið og bakið lærin í 95°C heitum ofni í 4-5 klst. eða þar til kjötið er orðið vel laust frá beinunum.
5. Takið lærin upp úr fitunni og látið hana drjúpa vel af þeim. Losið haminn af lærunum og takið kjötið af beinunum.
6. Rífið kjötið í skál og bragðbætið með salti og pipar.
7. Skerið snittubrauð til helminga eftir endilöngu og smyrjið með smjöri.
8. Raðið beikonsneiðum, salati og kalkúnakjöti ofan á neðra brauðið og toppið með rauðlaukssultu. Leggið efra brauðið ofan á og berið fram.
- Prenta
- |
- Senda í pósti
- |
- Deila