Ítölsk sósa

Uppskrift

Fyrir 4

Passar vel með ítalskri ávaxtafyllingu. (Sjá tengil hér fyrir neðan)

 

Hráefni

steikingarsafinn af fuglinum
3 dl sýrður rjómi
3 dl rauðvín
2 msk. smjör
4 sveskjur, grófsaxaðar
4 gráfíkjur, grófsaxaðar
 

Tengdar uppskriftir

Ítölsk ávaxtafylling

Aðferð

1. Setjið steikingarsafann í pott.
2. Bætið sýrðum rjóma, rauðvíni og smjöri út í.
3. Bætið sveskjum og gráfíkjum saman við og látið krauma við lágan hita í u.þ.b. 20 mín.
4. Sigtið ávextina frá og bragðbætið sósuna eftir smekk.