Gljáðar gulrætur

Uppskrift

Fyrir 4-6

Hráefni

  • 400 g gulrætur, skornar í strimla
  • 150 g döðlur skornar í bita
  • 50 g sesamfræ
  • olía til steikingar
  • salt (eftir smekk)

Aðferð

1. Gulræturnar steiktar í olíu á pönnu og saltaðar örlítið.
2. Döðlurnar settar út í og síðast sesamfræin.