Eplapækill Eyju í Hafnarfirði

Uppskrift

Fyrir 6–8

Hráefni

(Fyrir 4-5 kg af heilum kalkún eða 3-4 kg af kalkúnabringum)

 • 2 l vatn
 • 2 l eplasafi (hér má nota appelsínusafa eða 1 l af appelsínusafa og 1 l af mysu)
 • 1 ½bolli gróft salt
 • ½ bolli púðursykur
 • 3 msk. hunang
 • 1 msk. mulinn pipar
 • 1 msk. rósmarín
 • 1 msk. villibráðarkrydd (hér má nota nýrifinn engifer)
 • 1 msk. matarolía
   

 

Aðferð

1. Hægt er að nota alls konar annað krydd eftir smekk, t.d. kanil eða engifer.
2. Öllu hrært vel saman þar til allt er uppleyst.
3. Bringurnar settar í, ef notaður er heill kalkúnn á hann að vera með bringuna niður.
4. Bætið við vatni og safa þar til flæðir yfir fuglinn.
5. Látið liggja í u.þ.b. 8 klst. á köldum stað. Ekki of lengi, því þá getur fuglinn orðið of saltur.
6. Gott er að þerra kjötið fyrir steikingu.
7. Setjið inn í fuglinn appelsínubáta og lauk.
8. Bringur eru steiktar innpakkaðar í álpappír við 160°C í ca 40-60 mín. eða þar til kjarnhiti er 72° C.
9. Heill kalkúnn er steiktur í lokuðum potti við 140° C ca 30-40 mín. / kg eða þar til kjarnhiti 72° C.