Daginn eftir: Kalkúnn undir skel með heitri sósu

Uppskrift

Hráefni

  • afgangar af kalkúnakjöti frá deginum áður
  • smjördeig (fæst frosið í flestum matvöruverslunum)
  • örlítið brætt smjör

Aðferð

1. Hreinsið kjötið af beinunum, skerið niður og setjið í vel smurt, eldfast mót.
2. Dreifið afganginum af fyllingunni ofan á.
3. Fletjið út smjördeig og setjið yfir. Gatið lítillega með gaffli og penslið með eggi.
4. Bakið í ofni við 180°C þar til skelin verður ljósbrún, eftir 20 mín. eða svo.
5. Hitið upp sósuna.
6. Með þessu er hægt að bera fram afganga af meðlætinu eða setja saman í skál uppáhaldshrásalatið og bera fram með góðu brauði.