Uppskrift
Hráefni
- 1 poki þurrkaðir ávextir, skornir í bita
- ½ poki þurrkuð trönuber
- 1 laukur, skorinn í bita
- 1 dl sykur
- 2 dl vatn
- 12 brauðsneiðar, skorpulausar og skornar í teninga
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. allrahanda
- 2 egg
Aðferð
1. Setjið ávextina og trönuberin í pott ásamt lauk og sykri. Sjóðið í 7 mín. og hrærið varlega í með sleif á meðan.
2. Takið þá pottinn af hellunni og kælið örlítið.
3. Bætið vatni, brauðteningum, kryddi og eggjum við og blandið varlega saman.
- Prenta
- |
- Senda í pósti
- |
- Deila