Apríkósufylling

Uppskrift

Hráefni

 • 2 dl appelsínusafi
 • 500 g þurrkaðar apríkósur
 • 1 laukur
 • 1 paprika
 • 2 perur
 • 100 g sveppir
 • 200 g heslihnetuflögur
 • 1 sellerístilkur
 • 100 g smjör
 • 6 franskbrauðssneiðar
 • 2 msk. þurrkuð salvía
 • 1 egg
 • salt og pipar eftir smekk

Aðferð

1. Sjóðið apríkósurnar í appelsínusafanum í 5 mín. Takið þær upp úr og saxið gróft.
2. Saxið lauk, papriku, sveppi og sellerí og steikið í smjörinu með apríkósunum.
3. Kryddið allt saman með salti og pipar eftir smekk.
4. Ristið brauðið, skerið skorpuna af og skerið það í teninga.
5. Afhýðið perurnar og skerið þær í teninga.
6. Blandið öllu saman í skál. Bætið að lokum út í appelsínusafanum sem apríkósurnar voru soðnar í, hnetunum, egginu og kryddinu. Blandið öllu vel saman.
7. Þerrið fuglinn að innan og fyllið. Saumið fyrir opið eða bindið leggina þannig að þeir loki opinu.