Uppskrift
Hráefni
- 1 bolli þurrkaðar apríkósur
- 1/2 bolli þurrkuð epli
- 1 bolli saxað sellerí
- 1 bolli saxaður laukur
- 1/4 bolli smjör
- 4 tsk. kalkúnakrydd frá Pottagöldrum eða Lamb Islandia
- 1/4 tsk. pipar
- 6 bollar þurrkaðir brauðteningar
- 1 bolli saxaðar pecanhnetur
- 4 msk. söxuð, fersk steinselja
- 2 1/2 – 3 dl kjúklingasoð
Aðferð
1. Mýkið í smjöri á pönnu allt grænmeti og ávexti og bætið kryddi í.
2. Bætið síðan soði og brauðteningum saman við.
- Prenta
- |
- Senda í pósti
- |
- Deila