Alvörufylling með kjöti

Uppskrift

Hráefni

  • 300 g grísahakk
  • lifrin úr kalkúninum (ef hún er til staðar)
  • 5 skinkusneiðar, skornar smátt
  • 5 beikonsneiðar, skornar smátt
  • 1 meðalstór laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 3 stilkar sellerí, skornir í bita
  • 1 bolli valhnetur, saxaðar gróft
  • 4 franskbrauðssneiðar, án skorpu
  • 2 egg
  • 1 dl hvítvín
  • 1 dl púrtvín, dökkt
  • 1 tsk. timían
  • 1 msk. rósapipar
  • 2 tsk. salvía
  • 1 tsk. lárviðarlaufsduft
  • 2 msk. olía
  • salt og pipar

Aðferð

1. Blandið grísahakkinu, lifrinni og öllu kryddinu saman í skál.
2. Látið lauk, sellerí, beikon og skinku krauma í olíu á pönnu í u.þ.b. 2 mín.
3. Kælið og setjið saman við hakkið.
4. Setjið vínið, eggin og brauðið í matvinnsluvél og maukið vel. Blandið.