Þykk sveppasúpa í forrétt

Uppskrift

Hráefni

1 msk. ólífuolía
160 g laukur, saxaður
160 g graslaukur, saxaður
2 stór hvítlauksrif, pressaður
840 g blandaðir sveppir
1,9 l nautasoð án salts
1 tsk. fersk timíanlauf
240 ml undanrenna
salt (ekki nauðsynlegt) og nýmalaður pipar
steinselja til skrauts (ekki nauðsynlegt)

Aðferð

1. Smyrjið pott með ólífuolíunni og setjið yfir lágan hita.
2. Bætið lauknum, graslauknum og hvítlauknum út í. Látið krauma í um það bil fimm mínútur eða þar til laukurinn verður linur.
3. Hækkið hitann upp í miðlungs hita. Bætið sveppunum við og hrærið í u.þ.b. 12 mín. eða þar til þeir verða mjúkir.
4. Hrærið soðinu og timían saman við. Dragið úr hitanum og látið malla undir loki í u.þ.b. 20 mín.
5. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið maukið aftur í pottinn og hrærið undanrennunni saman við. Kryddið með salti og pipar. Hitið réttinn upp en sjóðið ekki.
6. Berið fram í litlum súpuskálum. Hægt er að skreyta réttinn með steinselju.